Hurðaland ehf. var stofnað í ágúst árið 2023. Eigendur eru Guðlaugur Ari Karvelsson rafvirki og Ingvar Bremnes rafvirki og vélfræðingur. Við; Ari og Ingvar höfum unnið saman síðan 2014. Saman höfum við áralanga reynslu af því að setja upp, þjónusta og gera við iðnaðarhurðir, bílskúrshurðir, hrað opnanlegar dúkhurðir, eldvarnarhurðir og margt fleira af öllum stærðum og gerðum.
Við sækjum reglulega námskeið hjá hurðaframleiðendum svo sem Butzbach í Þýskalandi, einnig höfum við sótt okkur mikla reynslu varðandi iðnaðarhurðir, eldvarnarhurðir, dúkhurðir, bílskúrshurðir og margar gerðir af hraðopnanlegum stýringum við hurðir.
Við vinnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem hafa þörf fyrir okkar þjónustu.
Verð fyrirspurnir, ráðleggingar við val, beiðnir um mælingar fyrir pantanir, uppsetningar.
Endilega skrifið nokkur orð varðandi erindið og gott er að skilja eftir símanúmer.
Við svörum eins fljótt og auðið er.